Guðrún fer til Finnlands

Guðrún Arnardóttir, leikmaður Selfoss, hefur verið valin í U17 ára landslið kvenna í knattspyrnu sem tekur þátt í NM stúlkna í Finnlandi í júlí.

Mótið fer fram dagana 4.-9. júlí og mæta íslensku stelpurnar stöllum sínum frá Þýskalandi, Frakklandi og Noregi í riðlakeppninni.

Átján leikmenn eru í hópnum, fæddir 1995 og 1996. Guðrún var í landsliðshópi U17 sem lék í milliriðli EM í apríl sl. og spilaði þá sinn fyrsta landsleik.

Fyrri greinVettvangshjálparlið í uppsveitunum
Næsta greinHótel Selfoss rýmt vegna elds