Guðni kominn aftur í Selfoss

Guðni Ingvarsson hefur skrifað undir tveggja ára samning við handknattleiksdeild Selfoss. Guðni kemur til liðsins frá Gróttu þar sem hann spilaði síðastliðinn vetur.

Hann skoraði 57 mörk í 26 deildarleikjum hjá Gróttu ásamt því að vera virkilega sterkur varnarlega.

Guðni spilaði áður með ÍBV þar sem hann varð Íslandsmeistari árið 2014 og bikarmeistari árið 2015. Áður en hann fór til Eyja lék hann á Selfossi til margra ára.

Guðni er þriðji leikmaðurinn sem gengur í raðir Selfoss frá því liðið tryggði sér sæti í Olísdeildinni í vor. Hinir eru Einar Sverrisson og Árni Steinn Steinþórsson.

Fyrri greinBarnabær 2016 sló í gegn
Næsta greinFæðingarþunglyndi er ekki tabú