Guðmundur skoraði í 4-0 sigri

Selfyssingurinn Guðmundur Þórarinsson skoraði eitt marka U19 ára liðs Íslands sem sigraði Kasakstan 4-0 í undankeppni Evrópumeistaramótsins í knattspyrnu í dag.

Guðmundur kom Íslandi í 3-0 með marki úr vítaspyrnu á 33. mínútu. Hann lék á vinstri kantinum og var tekinn af velli á 48. mínútu. Á hægri kantinum spilaði Jón Daði Böðvarsson allan leikinn.

Riðill Íslands er leikinn í Wales en auk heimamanna og Kasaka mæta Íslendingar Tyrkjum í riðlinum

Fyrri greinSigurjónskvöld á Bakkanum
Næsta greinNóg að gera hjá ungmeyjunum