Guðmundur og Ragnar markahæstir

U21 árs landslið Íslands í handbolta sigraði Eistland í kvöld og leikur því hreinan úrslitaleik gegn Serbíu á morgun um laust sæti á HM.

Leikurinn var jafn allan tímann en Eistar leiddu í hálfleik, 14-15. Íslendingar tóku sig á í seinni hálfleik og lönduðu að lokum 31-29 sigri.

Selfyssingarnir Guðmundur Árni Ólafsson og Ragnar Jóhannsson voru markahæstir í íslenska liðinu ásamt Róberti Hostert. Allir skoruðu þeir 5 mörk. Bjarki Már Elísson skoraði 2.

Bæði Ísland og Serbía hafa unnið báða leiki sína til þessa og leika því úrslita um laust sæti á HM kl. 14:00 á morgun.

Fyrri greinJólin kvödd á „fimmtándanum“
Næsta greinFengu bíl framúr sér við framúrakstur