Guðmundur og Olga fengu heiðursmerki

Guðmundur Kr. Jónsson var sæmdur gullmerki HSK og Olga Bjarnadóttir silfurmerki HSK á ársþingi Skarphéðins sem sett var í íþróttahúsinu á Hellu í morgun.

Guðmundur er fyrrverandi formaður sambandsins og hefur í áratugi starfað í íþróttaforystunni á Selfossi sem stjórnarmaður og áður sem keppandi í frjálsíþróttum.

Olga stýrði 100 ára afmælisnefnd HSK í fyrra og hefur auk þess farið fyrir fimleikanefnd sambandsins um árabil. Olga hefur einnig tekið þátt í landsmótum UMFÍ frá árinu 1990 bæði sem keppandi og þjálfari.

Á þinginu á Hellu eiga 112 þingfulltrúar rétt til setu frá 59 aðildarfélögum sambandsins. Aðildarfélögunum fækkar reyndar um eitt í dag því Skólafélag ÍKHÍ á Laugarvatni hefur farið fram á úrsögn úr sambandinu.

Fyrri greinLandeyjahöfn áfram lokuð
Næsta greinÖlvaður á stolnum bíl