Guðmundur með silfur í Svíþjóð

Guðmundur Kristinn Jónsson, Umf. Selfoss, vann silfurverðlaun í spjótkasti 16-17 ára á Eyrarsundsleikunum í Svíþjóð um helgina.

Guðmundur bætti sig um rúma 4 metra, kastaði 54,40m en hann hafði forystuna í keppninni fram í síðustu umferð.

Haraldur Einarsson, Umf. Vöku, keppti í 100 og 400 m hlaupi í gær eftir gott 200 m hlaup á laugardag. Haraldur hljóp sitt besta hlaup á árinu í 100 m hlaupinu og bætti sig um tíu hundruðustu á tímanum 11,49sek. Hann endaði svo daginn á að bæta sig í 400 m hlaupi er hann kom í mark á 50,22 sek. en hann átti áður 50,37 sek.

Þeir Guðmundur og Haraldur, ásamt Degi Fannari Magnússyni munu dvelja í Svíþjóð þessa viku við æfingar hjá Vésteini Hafsteinssyni og keppa svo á Gautarborgarleikunum um næstu .

Fyrri greinOpnun Fontana seinkar enn
Næsta greinLá við stórslysi í Landeyjahöfn