Guðmundur í U21 hópnum

Selfyssingurinn Guðmundur Þórarinsson er einn 23 leikmanna sem valdir hafa verið í næstu verkefni U21 árs landsliðsins í knattspyrnu.

Guðmundur, sem leikur með ÍBV, er einn fjölmargra nýliða í hópnum en hann á að baki landsleiki með U17 og U19 ára liðum Íslands.

Íslenska liðið mun á næstunni leika sína fyrstu leiki í undankeppni fyrir EM 2013. Leikið verður við Belga á Hlíðarenda fimmtudaginn 1. september og gegn Norðmönnum á Kópavogsvelli, þriðjudaginn 6. september.

Fyrri greinStálu bíl og sjónvarpi á meðan eigandinn svaf
Næsta greinSpennandi starfsár framundan