Guðmundur Þórarinsson í ÍBV

Knattspyrnumaðurinn Guðmundur Þórarinsson hefur gengið í raðir ÍBV frá uppeldisfélagi sínu, Selfoss.

Guðmundur skrifaði í dag undir eins árs samning við Pepsi-deildarlið ÍBV. Hann var fastamaður í liði Selfoss í sumar og lék ýmist sem vinstri kantmaður eða bakvörður.

Guðmundur er 18 ára gamall og hefur leikið 36 deildarleiki fyrir Selfoss á síðustu þremur árum og skorað í þeim fimm mörk. Hann hefur átt fast sæti í U19 ára landsliði Íslands og auk þess leikið með U-18 og U-17 landsliðum Íslands.

Fyrri greinRáðherra ennþá undir feldi
Næsta greinHjálpsamir vegfarendur höfnuðu úti í skurði