Guðmunda valin í A-landsliðið

Selfyssingurinn Guðmunda Brynja Óladóttir er ein 22 leikmanna sem skipa landsliðshóp Íslands sem mætir Búlgaríu í undankeppni Evrópumótsins á Laugardalsvelli þann 19. maí nk.

Sigurður Ragnar Eyjólfsson landsliðsþjálfari kvenna í knattspyrnu tilkynnti hópinn nú eftir hádegi. Þetta er í fyrsta sinn sem Guðmunda er valin í A-landsliðshóp en hún er 17 ára gömul og lykilmaður í yngri landsliðum Íslands.

Það verða því fjórir Sunnlendingar í landsliðshópnum. Hólmfríður Magnúsdóttir kemur aftur inn í hópinn eftir meiðsli og Dagný Brynjarsdóttir er á sínum stað auk markvarðaþjálfara liðsins sem er Selfyssingurinn Halldór Björnsson.

Fyrri greinÁsgeir Magnússon: Dyrhólaey
Næsta greinAðmíráll á Bakkanum