Guðmunda í úrvalsliðinu

Guðmunda Brynja Óladóttir, fyrirliði Selfoss, var valin í lið umferða 1-9 í Pepsi-deild kvenna í knattspyrnu. Viðurkenningar voru veittar í höfuðstöðvum Ölgerðarinnar í hádeginu.

Lið umferða 1-9:

Sandra Sigurðardóttir, Stjarnan (m)

Anna Björk Kristjánsdóttir, Stjarnan

Anna María Baldursdóttir, Stjarnan

Ashlee Hincks, FH

Danka Podovac, Stjarnan

Dóra María Lárusdóttir, Valur

Elín Metta Jensen, Valur

Glódís Perla Viggódóttir, Stjarnan

Guðmunda Brynja Óladóttir, Selfoss

Harpa Þorsteinsdóttir, Stjarnan

Rakel Hönnudóttir, Breiðablik

Þjálfari umferðanna var valinn Þorlákur Árnason, þjálfari Stjörnunnar, sem kemur engum á óvart enda Garðabæjarliðið með fullt hús stiga á toppi deildarinnar.

Leikmaður umferðanna var valin Harpa Þorsteinsdóttir úr Stjörnunni en liðið á auk þess sex fulltrúa í úrvalsliðinu. Stuðningsmenn HK/Víkings fengu sérstök stuðningsmannaverðlaun.

Geir Eggertsson var valinn dómari umferða 1-9.

Fyrri greinAuglýst eftir nafni á miðbæjargarðinn
Næsta greinBanaslys á Langjökli