Guðmunda í Stjörnuna

Knattspyrnukonan Guðmunda Brynja Óladóttir er gengin í raðir Stjörnunnar frá Selfossi. Hún skrifaði undir þriggja ára samning við Íslandsmeistarana.

Ljóst var eftir að tímabilinu lauk að Selfoss var fallið í 1. deildina og því mátti búast við að Guðmunda yrði einn stærsti bitinn á leikmannamarkaðnum.

Hún skrifaði undir þriggja ára samning við Íslandsmeistarana en félagið og hún mættust á miðri leið og skrifað var var undir pappírana í Litlu kaffistofunni.

Guðmunda Brynja er 22 ára gömul og hefur allan sinn feril spilað með uppeldisfélagi sínu, Selfossi.

Hún hóf meistaraflokksferil sinn árið 2009 og hefur síðan þá spilað 131 leik fyrir Selfoss í deild og bikar og skorað í þeim 82 mörk. Hún missti mikið úr í sumar vegna meiðsla. Hún á að baki 11 landsleiki fyrir Ísland og hefur skorað eitt landsliðsmark.

Frétt frá Fótbolta.net

Fyrri greinEldur í skúr á Stokkseyri
Næsta greinKarlmaður skorinn í höfuðið á Selfossi