Guðjónsdagurinn á morgun

Á morgun verður hið árlega Guðjónsmót til minningar um Guðjón Ægi Sigurjónsson sem lést af slysförum árið 2009 langt fyrir aldur fram.

Alls taka 24 lið þátt í mótinu sem byrjar með tveimur riðlum kl. 9:30 um morgunninn, einum í íþróttahúsinu við Vallaskóla og hinum í íþróttahúsinu Iðu. Eftir hádegi verður svo keppt í tveimur riðlum í íþróttahúsinu í Iðu. Sigurliðið úr hverjum riðli fer svo í undanúrslit. Fólk er hvatt til að láta sjá til að fylgjast með mótinu, enda hefur stemmningin í salnum undanfarin ár verið mjög góð.

Um kvöldið verður svo deginum lokað með dansleik í Hvíta húsinu á Selfossi þar sem Boltabandið, Lotus og fleiri stíga á stokk.

Sjá nánar í Sunnlenska fréttablaðinu.

Fyrri greinSelfoss semur við Lacalle
Næsta greinEyjólfur og Hlekkur sigruðu