Guðrún ráðin verkefnastjóri

Guðrún Tryggvadóttir á Selfossi hefur verið ráðin úr hópi sex umsækjenda í stöðu verkefnisstjóra á vegum Ungmennafélags Íslands vegna unglingalandsmótsins sem fer fram á Selfossi um verslunarmannahelgina.

Guðrún mun hafa aðstöðu í Selinu við Engjaveg á Selfossi og hefja störf um miðjan apríl og sinna því til loka ágúst.

Unglingalandsmótið á Selfossi verður dagana 3.-5. ágúst.