Guðrún Inga haustmeistari

Haustmót GLÍ fór fram í íþróttahúsinu að Laugum í Reykjadal um síðustu helgi. Þrjár konur úr glímuliði HSK mættu til leiks og unnu þær allar til verðlauna.

Guðrún Inga Helgadóttir varð haustmeistari -65 kg flokki kvenna og Dagbjört Henný Ívarsdóttir varð önnur í sama þyngdarflokki. Hanna Kristín Ólafsdóttir varð svo þriðja í +65 kg flokki kvenna.

Þær kepptu síðan allar í opnum flokki kvenna og Guðrún Inga Helgadóttir náði bestum árangri HSK keppenda, varð þriðja.

Fyrri greinDrangar á forvalslista Norrænu tónlistarverðlaunanna
Næsta greinSkjálftaskjól með bestu förðunina