Guðmundur til Norrköping

Knattspyrnumaðurinn Guðmundur Þórarinsson er genginn í raðir Norrköping í Svíþjóð en hann var kynntur á fréttamannafundi núna í hádeginu.

Guðmundur er sóknarmiðjumaður sem er keyptur frá Noregsmeisturum Rosenborg en hann lék 30 leiki fyrir félagið og skoraði tvö mörk. Hann á þrjá A-landsleiki fyrir Ísland.

Guðmundur er 24 ára gamall, uppalinn á Selfossi, en hann gekk í raðir Rosenborg í fyrra eftir tveggja ára dvöl hjá FC Nordsjælland. Hann varð tvöfaldur meistari í Noregi með Rosenborg í fyrra en hann átti ekki alltaf fast sæti í byrjunarliðinu. Á ferli sínum hefur hann einnig leikið með Sarpsborg, ÍBV og Selfossi.

Frétt frá Fótbolta.net