Guðmundur samdi við Sarpsborg

Knattspyrnumaðurinn Guðmundur Þórarinsson frá Selfossi hefur samþykkt þriggja ára samning við norska félagið Sarpsborg 08. ÍBV og Sarpsborg komust að samkomulagi um kaupverð og nú hefur Guðmundur náð samkomulagi við félagið.

Guðmundur er uppalinn á Selfossi og lék með liðinu í Pepsi-deildinni 2010. Hann gekk síðan til liðs við ÍBV og lék mjög vel á miðjunni hjá Eyjamönnum í sumar á sínu öðru ári hjá félagin.

Sarpsborg tryggði sér um síðustu helgi sæti í norsku úrvalsdeildinni að ári.