Guðmundur Karl með þrennu á heimavelli

Guðmundur Karl Guðmundsson, leikmaður Fjölnis, skoraði þrennu þegar Fjölnir lagði Þór Þorlákshöfn í 2. umferð Bikarkeppni KSÍ í dag.

Leikurinn fór fram á Þorlákshafnarvelli en lið Þórs er skipað leikmönnum úr Reykvíska utandeildarliðinu Vatnaliljunum, sem fengu Þórsnafnið lánað til þess að geta verið með í bikarnum.

Þorlákshafnarbúinn Guðmundur Karl skoraði tvö fyrstu mörk Fjölnis sem leiddi 0-2 í hálfleik. Guðmundur kórónaði svo þrennuna þegar hann skoraði fimmta mark Fjölnis á 85. mínútu en Fjölnismenn voru ekki hættir og sjötta og síðasta mark leiksins leit dagsins ljós mínútu síðar.