Guðmundur Karl kylfingur ársins

Stjórn Golfklúbbs Þorlákshafnar hefur valið Guðmund Karl Guðmundsson kylfing ársins 2016 og jafnframt tilnefnt hann til íþróttamanns Ölfuss.

Guðmundur Karl er og hefur verið einn af öflugri kylfingum klúbbsins undanfarin ár ásamt því að leggja mikinn metnað í vinnu fyrir klúbbinn og verið vallarstjóri Þorláksvallar síðustu árin. Guðmundur Karl hefur verið góð fyrirmynd í leik og starfi og Golfklúbbi Þorlákshafnar til sóma hvar sem hann hefur komið og verið.

Á árinu 2016 hefur hann eins og alltaf áður stundað íþróttir af miklu kappi og hefur golfið verið þar á meðal. Guðmundur lék með Fjölni í Pepsi-deildinni í knattspyrnu í sumar og samdi við Íslandsmeistara FH fyrir skömmu.

Guðmundur Karl sigraði á meistaramóti Golfklúbbs Þorlákshafnar árið 2016 og er klúbbmeistari karla hjá Golfklúbbi Þorlákshafnar.