Guðmundur í úrvalsliðinu

Úrvalslið seinni hluta keppnistímabilsins í Domino's deild karla í körfubolta var kynnt í dag. Þórsarar eiga einn fulltrúa í liðinu, Guðmund Jónsson.

Auk Guðmundar eru Mýrdælingurinn Justin Shouse, Stjörnunni, Elvar Már Friðriksson, Njarðvík, Kristófer Acox, KR og Michael Craion, Keflavík, í liðinu.

Craion var valinn besti leikmaður seinni hluta mótsins og besti þjálfarinn var valinn Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari Grindavíkur. Dugnaðarforkur síðari hluta mótsins var valinn Þorleifur Ólafsson, Grindavík.

Fyrri greinVorhugur kominn í ökumenn
Næsta greinSafna fé fyrir nágranna sína á Grænlandi