Guðmundur Garðar til Ægis

Guðmundur Garðar Sigfússon skrifaði í kvöld undir samning við Knattspyrnufélagið Ægi í Þorlákshöfn sem aðstoðarþjálfari meistaraflokks.

Guðmundur er 32 ára gamall og er frá Selfossi eins og Einar Ottó Antonsson sem nýlega var ráðinn aðalþjálfari meistaraflokks Ægis. Guðmundur hefur þjálfað meistaraflokk KFR undanfarin þrjú ár en áður þjálfaði hann meistaraflokk Árborgar auk þess sem hann hefur sinnt þjálfun yngri flokka á Selfossi. Guðmundur er íþróttakennari og menntaður íþróttafræðingur.

Í kvöld skrifuðu Ægismenn einnig undir samninga við unga og efnilega leikmenn en markmið félagsins er að reyna að auka hlutfall uppalinna leikmanna í leikmannahópum félagins. Í kvöld skrifuðu þrír leikmenn undir tveggja ára samning við Ægi og bindur félagið miklar vonir við að þau verið framtíðarleikmenn meistaraflokka á næstu árum.

Leikmennirnir eru Eiður Smári Guðmundsson f.´99, Guðmundur Brynjar Gylfason f.´99 og Sandra Dögg Þrastardóttir f.´99. Einnig framlengdi Þorkell Þráinsson f. ’94, samningi sínum við félagið til næstu tveggja ára.

Fyrri greinVilja að börnum sé tryggður akstur í íþróttastarf eftir skóla
Næsta greinÁtta tillögur í nafnakosningu