Guðmundur Garðar þjálfar Árborg

Guðmundur Garðar Sigfússon hefur verið ráðinn þjálfari meistaraflokks karla hjá Knattspyrnufélagi Árborgar á Selfossi.

Guðmundur verður spilandi þjálfari en hann er leikjahæsti leikmaður Árborgar frá upphafi og hann hefur leikið 186 leiki fyrir Árborg frá árinu 2001. Hann var fyrirliði félagsins sl. sumar þegar liðið féll úr 2. deildinni og tekur við þjálfuninni af Einari Jónssyni sem þjálfaði liðið í fyrra.

Guðmundur er íþróttakennari að mennt og hefur þjálfað yngri flokka hjá Umf. Selfoss á síðustu árum en þetta er í fyrsta sinn sem hann tekst á við meistaraflokksþjálfun.