Guðmundur Friðriksson í Selfoss

1. deildarlið Selfoss í knattspyrnu hefur fengið varnarmanninn Guðmund Friðriksson að láni frá Breiðabliki.

Guðmundur var í byrjunarliði Breiðabliks í fyrstu þremur umferðunum í Pepsi-deildinni en hefur hins vegar ekkert komið við sögu síðan þá.

Guðmundur er fæddur árið 1994 en hann mun leika með Selfyssingum út tímabilið.

Selfoss er í 9. sæti í 1. deildinni en liðið mætir Þrótti í 14. umferðinni annað kvöld.

Frétt frá Fótbolta.net.

Fyrri greinGöngukona hlaut höfuðáverka
Næsta greinFesti fót milli steina í Syðri-Ófæru