Guðmundur Árni fer ekki til Qatar

Selfyssingurinn Guðmundur Árni Ólafsson er ekki í landsliðshóp Íslands sem fer á HM Í Qatar sem hefst á föstudaginn.

Guðmundur er sá síðasti sem dettur út úr æfingahópnum og var það tilkynnt eftir æfingaleikinn gegn Slóveníu í dag. Leiknum lauk með jafntefli, 32-32, og skoraði Guðmundur tvö marka Íslands. Áður hafði verið skorið niður um tvo menn í hópnum.

Aron mun taka 17 leikmenn með liðinu til Katar og eru þeir eftirfarandi:

Markmenn:
Aron Rafn Eðvarðsson, Eskilstuna Guif
Björgvin Páll Gústavsson, Die Bergische Handball Club

Aðrir leikmenn:
Alexander Petersson, Rhein-Neckar Löwen
Arnór Atlason, St. Raphael
Arnór Þór Gunnarsson, Die Bergische Handball Club
Aron Pálmarson, THW Kiel
Ásgeir Örn Hallgrímsson, Nimes
Bjarki Már Gunnarsson, Aue
Guðjón Valur Sigurðsson, Barcelona
Gunnar Steinn Jónsson, Vfl Gummersbach
Kári Kristján Kristjánsson, Valur
Róbert Gunnarsson, Paris Handball
Sigurbergur Sveinsson, HC Erlangen
Snorri Steinn Guðjónsson, Selestat Alsace HB
Stefán Rafn Sigurmannsson, Rhein-Neckar Löwen
Sverre Andreas Jakobsson, Akureyri
Vignir Svavarsson, HC Midtjylland ApS

Fyrri greinEngin frjálsíþróttaakademía í FSu
Næsta greinHellisheiði og Þrengslum lokað