Guðmundur á förum frá Selfossi

Knattspyrnumaðurinn Guðmundur Þórarinsson hyggst leita á ný mið og mun ekki leika með Selfyssingum í 1. deildinni á næsta tímabili.

Guðmundur staðfesti þetta í samtali við fotbolti.net í gærkvöldi.

Guðmundur er 18 ára gamall, uppalinn Selfyssingur, og lék hann sextán leiki í Pepsi-deildinni í sumar.

Vitað er af áhuga liða í Pepsi-deildinni á Guðmundi og hafa bæði FH og Breiðablik verið nefnd í því sambandi. Samningur Guðmundar við Selfoss rennur út á gamlársdag.