Guðmundi sagt upp

Guðmundur Benediktsson mun ekki þjálfa Selfyssinga á næstu leiktíð en stjórn knattspyrnudeildarinnar hefur sagt honum upp störfum.

Guðmundur tók við liðinu fyrir ári síðan en uppskera liðsins í Pepsi-deildinni var rýr og liðið hafnaði í neðsta sæti deildarinnar og leikur í 1. deild að ári.

Samkvæmt heimildum sunnlenska.is er leitin að eftirmanni Guðmundar hafin og hafa Selfyssingar rætt við nokkra þjálfara um að taka starfið að sér.