Guðmunda valin í U19

Guðmunda Brynja Óladóttir er í U19 ára landsliðshópi Íslands sem leikur í undankeppni EM á Íslandi 17.-22. september nk.

Guðmunda hefur ekki verið í U19 ára hópnum á þessu ári en hún lék fimm leiki með liðinu í fyrra sumar. Þar að auki á hún að baki nítján leiki fyrir U17 þar sem hún hefur skorað 13 mörk.

Ísland er í riðli með Slóveníu, Kazakstan og Wales og mun leikurinn gegn Kazakstan fara fram á Selfossvelli mánudaginn 19. september kl. 16.