Guðmunda valin í A-landsliðið

Knattspyrnukonan Guðmunda Brynja Óladóttir frá Selfossi hefur verið valin í A-landslið kvenna sem mætir Serbíu ytra í undankeppni HM á fimmtudaginn í næstu viku.

Guðmunda, sem valin var efnilegasti leikmaður Pepsi-deildarinnar í sumar, hefur leikið 39 landsleiki fyrir yngri landslið Íslands og skorað í þeim 17 mörk en hún hefur ekki leikið ennþá fyrir A-landsliðið.

Rangæingarnir Hólmfríður Magnúsdóttir og Dagný Brynjarsdóttir eru á sínum stað í hópnum. Hólmfríður er einn leikjahæsti leikmaður liðsins með 86 landsleiki og 32 mörk. Dagný hefur leikið 35 landsleiki og skorað í þeim fjögur mörk.

Fyrri greinÍrskir bjarthegrar á Höfðabrekkutjörnum
Næsta greinTónleikaröð á Hendur í Höfn