Guðmunda valin efnilegust

Guðmunda Brynja Óladóttir, fyrirliði kvennaliðs Selfoss í knattspyrnu, var valin efnilegasti leikmaður Pepsi-deildarinnar í sumar. Lokahóf KSÍ fór fram í gærkvöldi.

Guðmunda var einn af burðarásum Selfossliðsins í sumar og ein af markahæstu leikmönnum Pepsi-deildarinnar með 11 mörk. Árangur Selfossliðsins var framar vonum í sumar en liðið lauk keppni í 6. sæti deildarinnar.

Fleiri Selfyssingar fengu verðlaun á lokahófinu í gær því Viðar Kjartansson fékk bronsbikarinn fyrir markaskorun en hann skoraði 13 mörk fyrir Fylki í sumar.

Fyrri greinKrídens í Hvíta í kvöld
Næsta greinSvavar og Þorsteinn til Brentford