Selfyssingurinn Guðmunda Brynja Óladóttir skoraði eina mark leiksins þegar U19 ára lið Íslands sigraði Portúgal í dag, 0-1, í lokaleik milliriðils Evrópumótsins í knattspyrnu.
Lokaumferð riðilsins fór fram í dag en áður hafði Ísland gert 1-1 jafntefli við Norður-Íra og tapað 0-1 gegn Finnum.
Ísland varð í 2. sæti riðilsins með fjögur stig, fimm stigum á eftir Finnum. Eitt lið með bestan árangur í öðru sæti í milliriðli kemst áfram en Ísland nær því ekki.