Guðmunda spilaði sinn fyrsta A-landsleik

Selfyssingurinn Guðmunda Brynja Óladóttir spilaði sinn fyrsta A-landsleik í gær þegar Ísland vann dýrmætan sigur á Serbum í undankeppni HM í knattspyrnu en leikið var í Belgrad.

Lokatölur urðu 1 – 2 fyrir Ísland eftir að staðan var 0 – 2 í leikhléi. Margrét Lára Viðarsdóttir og Katrín Ómarsdóttir skoruðu mörk Íslands.

Hólmfríður Magnúsdóttir var í byrjunarliði Íslands en var skipt af velli fyrir Dagnýju Brynjarsdóttur á 64. mínútu. Guðmunda kom síðan inná á 80. mínútu fyrir Hörpu Þorsteinsdóttur.

„Ég er ótrúlega stolt og glöð að hafa loksins fengið að spila minn fyrsta A-landsleik. Þetta er búinn að vera draumurinn síðan ég var lítil,“ sagði Guðmunda í samtali við sunnlenska.is. „Það er ánægjulegt að geta endað gott tímabil hjá mér og Selfossliðinu á því að spila þennan leik.“

Fyrri greinKvennalið Selfoss fékk Hauka
Næsta greinFimm marka tap í Kaplakrika