Guðmunda og Guðrún fara til Póllands

Selfyssingarnir Guðmunda Brynja Óladóttir og Guðrún Arnardóttir eru í U17 ára landsliði Íslands í knattspyrnu sem keppir í milliriðli EM í Póllandi í apríl.

Ísland er í riðli með Englandi, Svíþjóð og heimamönnum í Póllandi. Leikmenn í U17 landsliðinu eru fæddir 1994 og síðar og athygli vekur að í hópi Þorláks eru átta leikmenn fæddir 1995 og er Guðrún einn þeirra.

Brottför til Póllands er fimmtudaginn 7. apríl en leikirnir fara fram 9., 11. og 14. apríl.