Guðmunda með sigurmark Íslands

Selfyssingurinn Guðmunda Brynja Óladóttir skoraði eina mark U17 ára landsliðs Íslands í knattspyrnu í 1-0 sigri á Finnlandi í dag.

Þetta var fyrsti leikur Íslands í A-riðli Norðurlandamótsins sem fram fer í Danmörku.

Guðmunda kom Íslandi yfir á 36. mínútu og reyndist það eina mark leiksins.

Ísland mætir Þýskalandi á morgun kl. 17:30.