Guðmunda kölluð inn í hópinn

Guðmunda Brynja Óladóttir, knattspyrnukona á Selfossi, hefur verið kölluð inn í landsliðshóp U23 ára landsliðs Íslands sem mætir Skotum í vináttuleik á sunnudag.

Leikurinn fer fram í Glasgow og er fyrsti leikur U23 ára kvennaliðs Íslands í nokkurn tíma.

Guðmunda kemur inn í hópinn í stað Sigrúnar Ellu Einarsdóttur sem er meidd.