Guðmunda í æfingahóp A-landsliðsins

Guðmunda Brynja Óladóttir, fyrirliði kvennaliðs Selfoss í knattspyrnu, er ein átján leikmanna sem valdar hafa verið í æfingahóp A-landsliðs kvenna fyrir leik gegn Serbíu í lok október.

Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari, hefur valið átján leikmenn á undirbúningsæfingar um komandi helgi en leikurinn gegn Serbíu fer fram ytra þann 31. október og er annar leikur liðsins í undanriðli HM 2015.

Fyrri greinVilja líka ljósnet í Bláskógabyggð
Næsta greinMilljón í sekt fyrir landabrugg