Guðmunda aftur inn í landsliðshópinn

Sunnlendingar eiga þrjá fulltrúa í A-landsliði Íslands í knattspyrnu sem mætir Makedóníu og Slóveníu í undankeppni EM 2017.

Guðmunda Brynja Óladóttir, leikmaður Selfoss, kemur aftur inn í hópinn en hún var ekki valin í leikinn gegn Hvíta-Rússlandi á dögunum.

Rangæingarnir Hólmfríður Magnúsdóttir, Avaldsnes og Dagný Brynjarsdóttir, Selfossi, skoruðu mörk Íslands í þeim leik og þær eru áfram á sínum stað í landsliðshópnum sem tilkynntur var í dag.

Ísland leikur gagn Makedóníu þann 22. október og fjórum dögum síðar gegn Slóveníu, en báðir leikirnir fara fram á útivelli.

Fyrri greinLeikfélag Selfoss æfir Bangsímon
Næsta greinHætt störfum eftir tuttugu ár hjá HSu