Guðjón Öfjörð fór holu í höggi

Guðjóni Öfjörð, Golfklúbbi Selfoss, fór holu í höggi á 10. holu á Lingfield Park í Englandi um síðustu helgi en brautin er um 155 metrar að lengd.

Höggið var fullkomlega slegið með 8 járni og lenti boltinn um það bil tíu sentimetra frá holunni og eftir eitt skopp fann hún botninn á holunni að sögn félaga hans úr hollinu. Kylfingur.is greinir frá þessu.

Það sem gerir þetta nokkuð skemmtilegt er að þetta var fyrsti golfhringur Guðjóns erlendis og mætti ætla að ferðirnar yrðu fleiri í kjölfarið. Með honum í holli þennan eftirminnilega hring voru þeir Hjörtur Leví Pétursson, Halldór Morthens og Sigurður Fannar Guðmundsson.

Fyrri greinTólf fluttir á sjúkrahús eftir að tveir bílar fuku útaf
Næsta greinHlaupið eins og vindurinn á 1. maí