Guðbjörg besti ungi leikmaðurinn

Guðbjörg Sverrisdóttir, Hamri, var valinn besti ungi leikmaðurinn í Iceland Express kvenna en lokahóf KKÍ fór fram í gærkvöldi.

Kristrún Sigurjónsdóttir, Hamri, var valin í úrvalslið deildarinnar.

Þá var Grétar Ingi Erlendsson, Þór Þorlákshöfn, valinn besti leikmaður 1. deildar karla en hann og liðsfélagi hans, Baldur Ragnarsson, voru valdir í úrvalslið deildarinnar.

Þá var Salbjörg Sævarsdóttir, Laugdælum, valin í úrvalslið 1. deildar kvenna.