Grýlupottahlaupið að byrja

Grýlupottahlaup Selfoss 2012 hefst laugardaginn 14. apríl næstkomandi. En þetta er í fertugasta og þriðja skipti sem hlaupið er haldið.

Grýlupottahlaupið er 850 metra langt. Tveir og tveir hlaupa saman og er ræst með 10 sekúndna millibili. Þátttakendur eru á öllum aldri og er aðalatriðið að vera með.

Hlaupið fer fram sex laugardaga í röð. Fyrsta hlaupið er 14. apríl, síðan 21. apríl, 28. apríl, 5. maí, 12. maí og 19. maí. Verðlaunaafhending er síðan stefnt á að hafa laugardaginn 26. maí í Tíbrá kl. 11.

Skráning hefst kl. 10:30 í Tíbrá, félagsheimili Umf. Selfoss, á íþróttavellinum. Hlaupið hefst svo kl. 11:00.

Keppt er í öllum aldursflokkum karla og kvenna. Að loknum sex hlaupum er tekinn saman besti árangur samanlagt úr fimm hlaupum og veitt verðlaun.