Grunnskólinn í Hveragerði keppir í úrslitum Skólahreysti

Grunnskólinn í Hveragerði er meðal tólf skóla í úrslitum í Skólahreysti sem fara fram á miðvikudagskvöld, 22. apríl í Laugardalshöll.

Frítt er inn á keppnina í boði Landsbankans sem er bakhjarl Skólahreysti. RÚV sýnir beint frá keppninni á miðvikudag og hefst útsending kl. 20:00.

Auk Grunnskólans í Hveragerði keppa keppa eftirtaldir skólar til úrslita: Breiðholtsskóli og Réttarholtsskóli frá Reykjavík, Brekkubæjarskóli á Akranesi, Dalvíkurskóli, Fellaskóli í Fellabæ, Grunnskólinn á Ísafirði, Heiðarskóli og Holtaskóli úr Reykjanesbæ, Lindaskóli úr Kópavogi, Síðuskóli á Akureyri og Valhúsaskóli á Seltjarnarnesi.

Fyrir Hveragerði keppa þau Daníel Ísberg og Gillý Ósk Gunnarsdóttir í hraðaþraut, Dröfn Einarsdóttir tekur armbeygjur og hreystigreip og Matthías Abel Einarsson tekur upphífingar og dýfur. Íþróttakennari þeirra er Karl Ágúst Hannibalsson.

Það verður gríðarleg spenna í Laugardalshöll á síðasta vetrardag. Frítt er inn í Laugardalshöll og eru allir velkomnir. Landsbankinn veitir nemendafélög þriggja efstu skólanna vegleg peningaverðlaun. Keppendur sigurliðsins fá einnig vegleg verðlaun. Þá stendur bankinn einnig fyrir Instagram-myndakeppni og geta áhorfendur sent inn myndir merktar #skolahreysti. Bestu og frumlegustu myndirnar verða verðlaunaðar.

Fyrri greinVerkfall samþykkt með miklum meirihluta
Næsta greinÞorlákshöfn í 4G samband hjá Símanum