Grunnskólinn á Hellu datt í lukkupottinn

„Þrekraunir“ er norræn íþróttakeppni fyrir nemendur í 7. og 8. bekk í grunnskólum Norðurlandanna. Keppnin er á milli bekkja og er það heildarárangur allra nemenda í hverjum bekk sem telur.

Sigurvegarar ársins í 7. bekk komu frá Danmörku og sigurvegarar 8. bekkjar komu frá Noregi. Einnig voru veitt önnur verðlaun í keppnum beggja aldurshópa en um peningaverðlaun er að ræða.

Að auki voru fimm bekkir dregnir úr hópi þátttökubekkja og fékk hver um sig um 40.000 krónur (2.000 Dkr) í útdráttarverðlaun. Einn íslenskur bekkur datt í lukkupottinn og var það 7. bekkur í Grunnskólanum á Hellu.

Það eru íþróttakennarar hvers skóla sem sjá um framkvæmd Þrekrauna í hverjum bekk.

Fyrri greinFimleikadeild Selfoss fyrirmyndarfélag
Næsta grein„Selfoss er frábær viðbót fyrir World Class“