Grindvíkingar sterkari

Hamar tapaði 88-60 þegar liðið heimsótti Grindavík í Domino’s-deild kvenna í körfubolta í dag.

Grindvíkingar höfðu yfirhöndina allan tímann, leiddu 27-11 að loknum 1. leikhluta og staðan var 46-27 í hálfleik. Forskot heimaliðsins jókst svo um níu stig í seinni hálfleik.

Sydnei Moss var stigahæst hjá Hamri með 21 stig, Þórunn Bjarnadóttir skoraði 14, Jenný Harðardóttir 7, Sóley Guðgeirsdóttir og Salbjörg Sævarsdóttir 6 og þær Heiða Valdimarsdóttir, Vilborg Óttarsdóttir og Hafdís Ellertsdóttir skoruðu allar 2 stig.

Hamar er í 6. sæti deildarinnar með 10 stig en Grindavík í 3. sæti með 28 stig.

Fyrri greinTugmilljónamiði í Samkaupum á Selfossi
Næsta greinErna skoraði eina mark Selfoss