Grindavík vann slaginn um Suðurstrandarveginn

Jacoby Ross. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Þórsarar tóku á móti nágrönnum sínum frá Grindavík í úrvalsdeild karla í körfubolta í Þorlákshöfn í kvöld. Þessi leikur hefur oft verið kallaður slagurinn um Suðurstrandarveginn og nú voru það Grindvíkingar sem höfðu betur, 94-106.

Leikurinn var jafn lengst af, staðan í hálfleik var 51-45 í hálfleik og þegar síðasti fjórðungurinn hófst leiddu Þórsarar ennþá, 76-71.

Grindvíkingar voru hins vegar magnaðir í 4. leikhluta, þeir byrjuðu hann á 23-5 áhlaupi og litu ekki í baksýnisspegilinn eftir það.

Jacoby Ross var framlagshæstur Þórsara með 28 stig og 8 stoðsendingar og Djordje Dzeletovic skoraði 20 stig og tók 10 fráköst.

Þórsarar eru áfram í 11. sæti deildarinnar með 6 stig en Grindavík er í toppsætinu með 20 stig.

Þór Þ.-Grindavík 94-106 (23-19, 28-26, 25-26, 18-35)
Tölfræði Þórs: Jacoby Ross 28/6 fráköst/8 stoðsendingar, Djordje Dzeletovic 20/10 fráköst, Lazar Lugic 12/5 fráköst, Davíð Arnar Ágústsson 12, Emil Karel Einarsson 10/5 fráköst, Skarphéðinn Árni Þorbergsson 6, Ísak Júlíus Perdue 4/5 fráköst, Tristan Alexander Szmiedowicz 2.

Fyrri greinHaukar héldu heim með stigin