Grímur varð Norðurlandameistari

Grímur Ívarsson, Umf. Selfoss, varð Norðurlandameistari í -91 kg flokki U21 árs í júdó þegar Norðurlandamótið fór fram í Laugardalshöllinni fyrr í maí.

Átta Selfyssingar voru í eldlínunni á mótinu en auk gullverðlauna hlutu keppendur Selfoss þrenn silfurverðlaun og þrenn bronsverðlaun.

Grímur var ekki eini Selfyssingurinn sem keppti í þessum flokki því að Úlfur Böðvarsson varð þriðji. Þeir félagar eru einnig gjaldgengir í U18 og þar varð Grímur í öðru sæti og Úlfur þriðji.

Egill Blöndal varð í öðru sæti í -81 kg flokki U21.

Í flokki fullorðinna (seniora) varð Þór Davíðsson þriðji í -90 kg flokki og í flokki eldri keppenda (veterans) krækti Bergur Pálsson í silfurverðlaun í -90 kg.

Öll úrslit mótsins má finna á heimasíðu Júdósambands Íslands.

Fyrri greinLaus hestur í Hellisskógi
Næsta greinÁtta Sunnlendingar keppa á Smáþjóðaleikunum