Grímur sigraði á afmælismótinu

Sl. sunnudag var haldið upp á 40 ára afmæli Golfklúbbs Selfoss með afmælismóti á Svarfhólsvelli og veislu að því loknu.

Öllum formönnum golfklúbba á Suðurlandi og vinaklúbbum GOS var boðið til þátttöku á golfmótinu sem einnig var opið öllum kylfingum á landinu.

105 keppendur skráðu sig til leiks og spiluðu flestir frábært golf í algjörri rjómablíðu.

Selfyssingurinn Grímur Arnarson kom sá og sigraði með glæsilegu vallarmeti, 65 höggum eða fimm undir pari.

Jón Ásgeir Eyjólfsson, forseti Golfsambands Íslands, ávarpaði veislugesti en boðið var upp á kökur og kaffi um kvöldið. Fjórir félagar í GOS voru heiðraðir. Bárður Guðmundarson, Jón Ágúst Jónsson og Gunnar Kjartansson fengu gullmerki GSÍ og Hlynur Geir Hjartarson fékk silfurmerki.

Úrslit úr punktakeppni afmælismótsins:
1. Eiríkur Þór Eiríksson GOS 42p
2. Kristján Baldvinsson GKG 41p
3. Eiríkur Stefánsson GÁS 40p
4. Pétur Pétursson GKJ 39p
5. Ragnar Sigurðsson GOS 39p
6. Axel Óli Ægisson GOS 39p
7. Birgir Rúnar Steinarsson GOS 38p
8. Jón Sveinbjörn Jónsson GKJ 38p
9. Erlingur Arthúrsson GHG 37p
10. Björn Þór Heiðdal 37p