Grímur og Úlfur á palli í Berlín

Grímur Ívarsson, 17 ára júdómaður frá Eyrarbakka, sigraði í -90 kg flokki undir 18 ára á Tuzla Cup, sterku móti sem haldið var í Berlín fyrir skömmu.

Úlfur Böðvarsson, einnig frá Eyrarbakka, varð þriðji í sama flokki.

Grímur varð Norðurlandameistari í -90 kg í undir 21 árs aldursflokki á NM sem fram fór í Reykjavík í vor.

Bæði Grímur og Úlfur æfa hjá júdódeild Ungmennafélags Selfoss.