Grétar Ari valinn í fyrsta sinn

Grétar Ari Guðjónsson, markvörður Selfoss, er einn þriggja nýliða í landsliðshópnum sem valinn var fyrir leikina gegn Tékklandi og Úkraínu í undankeppni EM í handbolta 2018.

Annar Selfyssingur, Ómar Ingi Magnússon, leikmaður Aar­hus Hånd­bold var einnig valinn í fyrsta sinn í landsliðshópinn.

Geir Sveinsson, landsliðsþjálfari, valdi 21 leikmann fyrir leikina en í hópnum eru einnig Selfyssingurinn Jan­us Daði Smára­son, leikmaður Hauk­a og Bjarki Már Elís­son, fyrrum leikmaður Selfoss, sem nú leikur með Füch­se Berl­in.

Ísland hef­ur leik miðviku­dag­inn 2. nóv­em­ber þegar liðið mæt­ir Tékklandi í Laug­ar­dals­höll kl. 19:30. Þá held­ur liðið til Úkraínu og leik­ur þar við heima­menn laug­ar­dag­inn 5. nóv­em­ber kl. 16:00.

Fyrri greinAlhvít jörð í Tungunum
Næsta greinGat á gufulögn skapaði myndarlegan goshver