Greipur og Egill Freyr grunnskólameistarar í glímu

Keppendur mótsins sem komu af HSK svæðinu. Á myndina vantar Guðjón Óla Inguson. Ljósmynd/Jana Lind Ellertsdóttir

Grunnskólamótið í glímu fór fram síðastliðinn sunnudag í Ármannsheimilinu í Reykjavík. Ellefu keppendur úr Bláskógaskóla, Flóaskóla og Reykholtsskóla tóku þátt og kepptu af krafti fyrir sína skóla.

Tveir glæsilegir grunnskólameistaratitlar komu í hlut liðs HSK þegar Greipur Hilmarsson, Reykholtsskóla, varð sigraði í 5. bekkjarflokki drengja og Egill Freyr Traustason, Bláskógaskóla, í 7. bekkjarflokki drengja.

Aðrir keppendur stóðu sig einnig með prýði. Í 5. bekkjarflokki stúlkna keppti Helma Fanney Línadóttir upp fyrir sig og stóð sig með prýði, hafnaði í 2. sæti. Í sama flokki drengja náði Skarphéðinn Ingi Sveinsson einnig frábærum árangri og lenti í 2. sæti.

Í 6. bekkjarflokki stúlkna urðu Ásgerður Saga Stefánsdóttir og Kristín María Sigurðardóttir jafnar í 2.–3. sæti, en í flokki drengja varð Víkingur Karl Línason í 2. sæti.

Í 7. bekkjarflokki drengja fylgdu Torfi Guðjón Nílsson og Fjölnir Eyfjörð Ottósson Agli Frey eftir og tóku 2. og 3. sætið.

Loks náði Björgvin Guðni Sigurðsson 3. sæti í 10. bekkjarflokki drengja og Guðjón Óli Inguson varð þar í 4. sæti.

Uppskera æfinga sýndi sig og keppendur geta verið stoltir af sinni frammistöðu á mótinu.

Fyrri greinDaði Már ráðinn deildarstjóri upplýsingatæknisviðs HSU
Næsta greinKR skrefi á undan