Grátlegt jafntefli á heimavelli

Selfoss tapaði dýrmætum stigum í 1. deild kvenna í knattspyrnu í kvöld þegar liðið gerði 1-1 jafntefli við ÍR á heimavelli.

Fyrri hálfleikur var markalaus en Selfyssingar voru sterkari aðilinn. Færanýting liðsins var hins vegar ekki góð.

Í síðari hálfleik óðu Selfyssingar í færum áður en Magdalena Reimus braut loksins ísinn á 71. mínútu. Heimakonum tókst ekki að bæta við mörkum og það reyndist dýrt því ÍR náði að jafna metin á síðustu mínútu leiksins.

Selfoss er í 3. sæti deildarinnar með 7 stig að loknum fimm umferðum. ÍR hefur einnig 7 stig í 5. sætinu.

Fyrri greinByggja upp ferðaþjónustu við Þjórsárdalslaug
Næsta greinSelfoss tapaði í Breiðholtinu