Govens bestur í fyrri umferðinni

Þórsarinn Darren Govens var valinn besti leikmaður fyrri umferðar Iceland Express-deildar karla í körfubolta.

Valið var kunngjört í dag en auk Govens er Selfyssingurinn Marvin Valdimarsson, leikmaður Stjörnunnar, í liðinu, sem og Fjölnismaðurinn Árni Ragnarsson, fyrrum leikmaður FSu. Magnús Þór Gunnarsson, Keflavík og Finnur Atli Magnússon, KR, eru einnig í liðinu.

Helgi Jónas Guðfinnsson þjálfari Grindavíkur var valinn besti þjálfarinn.