Götuboltamót á Hellu

Nk. laugardag ætlar Umf. Hekla að halda götuboltamót á nýjum velli við Grunnskólann á Hellu.

Spilað verður 3-á-3 upp í 11 stig í hverjum leik og eru tvö og eitt stig fyrir körfu. Hægt er að vera fjórir í liði en þrír leika inná í einu og einn varamaður hvílir í hverjum leik.

Mótið er fyrir 15 ára og eldri og eru vegleg verðlaun í boði og má þar nefna sem dæmi hótelgisting. Þátttökugjaldið 4.000 kr. á lið.

Nánari upplýsingar og skráning er hjá Inga í síma 864-5950 eða á netfanginu: siringi@hotmail.com.